44. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 152. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 25. maí 2022 kl. 09:10


Mætt:

Þórunn Sveinbjarnardóttir (ÞSv) formaður, kl. 09:10
Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ) 1. varaformaður, kl. 09:10
Sigmar Guðmundsson (SGuðm) 2. varaformaður, kl. 09:10
Ásthildur Lóa Þórsdóttir (ÁLÞ), kl. 09:10
Berglind Ósk Guðmundsdóttir (BGuðm), kl. 09:10
Halla Signý Kristjánsdóttir (HSK), kl. 09:10
Hildur Sverrisdóttir (HildS), kl. 09:10
Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir (LRS), kl. 09:25
Sara Elísa Þórðardóttir (SEÞ), kl. 09:10

Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir boðaði seinkun.

Nefndarritari: Björn Freyr Björnsson

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:10
Dagskrárlið frestað.

2) Birting dómstóla á viðkvæmum persónuupplýsingum varðandi fatlað fólk Kl. 09:10
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Árna Múla Jónasson frá Landssamtökunum Þroskahjálp og Áslaugu Björgvinsdóttur lögmann.

Nefndin ákvað að halda áfram umfjöllun sinni um málið.

3) Skýrsla umboðsmanns Alþingis fyrir árið 2020 Kl. 10:25
Nefndin fjallaði um málið.

Formaður lagði til að málinu yrði lokið með eftirfarandi bókun:
Nefndin hefur fjallað um skýrslu umboðsmanns Alþingis fyrir árið 2020. Nefndin fékk á sinn fund Skúla Magnússon, umboðsmann Alþingis, og Þórhall Hauksson, staðgengil skrifstofustjóra.

Skýrslan hefur að geyma álit og aðrar niðurstöður sem unnin voru í tíð Tryggva Gunnarssonar, fyrrverandi umboðsmanns Alþingis. Nefndin færir Tryggva Gunnarssyni þakkir fyrir þau störf sem hann vann á rúmum tveimur áratugum en Tryggvi gegndi ríkulegu hlutverki í að tryggja embættinu það traust og þann trúverðugleika sem er forsenda þess að umboðsmaður geti gegnt sínu mikilvæga hlutverki.

Nefndin tekur fram að ársskýrsla umboðsmanns hefur fengið annað hlutverk en hún hafði áður. Heimasíða umboðsmanns birtir nú álit og aðrar úrlausnir jafnóðum og hefur framsetning skýrslunnar tekið mið af þessum breytingum. Skýrslan geymir nú samantekt og er fremur ætlað að bregða ljósi á starfsemi embættisins og draga fram atriði sem umboðsmaður telur ástæðu til að bregða ljósi á.

Nefndin leggur áherslu á að stjórnvöld nýti skýrsluna og niðurstöður umboðsmanns Alþingis til umbóta í stjórnsýslunni. Nefndin telur jafnframt mikilvægt að þingmenn hafi í huga þau álitamál sem umboðsmaður Alþingis sér ástæðu til að vekja athygli Alþingis á þar sem starf umboðsmanns er mikilvægt í þingeftirliti með framkvæmdarvaldinu.

Undir bókunina tóku allir viðstaddir nefndarmenn.

4) Stofnanir ríkisins, fjöldi, stærð og stærðarhagkvæmni. Skýrsla Ríkisendurskoðunar. Kl. 10:27
Tillaga um að afgreiða málið frá nefndinni var samþykkt.

Að áliti meiri hlutans standa Þórunn Sveinbjarnardóttir, Steinunn Þóra Árnadóttir, Sigmar Guðmundsson, Ásthildur Lóa Þórðsdóttir, Berglind Ósk Guðmundsdóttir, Halla Signý Kristjánsdóttir, Hildur Sverrisdóttir og Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir.

5) Önnur mál Kl. 10:51
Nefndin ræddi starfið framundan.

Fleira var ekki gert.

Hlé var gert á fundi kl. 10:00-10:07.

Fundi slitið kl. 10:56